Vísaði kæru Pírata frá

Kæru Pírata í Reykjavík, vegna úthlutunar á listabókstafnum Þ til Frelsisflokksins, hefur verið vísað frá. Rökin eru þau að Píratar hafi áður notað listabókstafinn Þ og hann væri líkur listabókstafnum P sem þeir notuðu í dag. Þetta gæti því valdið ruglingi.

Fjallað er um málið á fréttavef Ríkisútvarpsins.

Þriggja manna kjörnefnd, sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu skipaði til þess að fara yfir kæruna, komst að þeirri niðurstöðu að ekkert í lögum heimili slíka kæru. Einungis sé í lögum gert ráð fyrir því að lögð sé fram kæra vegna kosninga eftir að þær fara fram.

Þar með er tekið undir með yfirkjörstjórn í Reykjavík í bréfi til kjörnefndarinnar. Nefndin hafði óskað eftir umsögn yfirkjörstjórnar en slík umsögn var ekki veitt. Fram kemur í bréfinu að ástæðan fyrir því væri sú að ekki væri heimild í lögum til að taka kæruna fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert