Anna leiðir Sjálfstæðismenn á Fljótsdalshéraði

Hluti af þeim sem skipa framboðslista Sjálfstæðismanna og óháðra á …
Hluti af þeim sem skipa framboðslista Sjálfstæðismanna og óháðra á Fljótsdalshéraði. Fr.v.: Davíð Þór Sigurðarson, Sigrún Hólm Þórleifsdóttir, Ívar Karl Hafliðason, Guðrún Ragna Einarsdóttir, Aðalsteinn Jónsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Sigvaldi H. Ragnarsson, Anna Alexandersdóttir, Sigurður Gunnarsson, Ágústa Björnsdóttir, Gunnar Jónsson, Hrafnhildur Linda Ólafsdóttir, Guðný Margrét Hjaltadóttir og Eyrún Arnardóttir. Ljósmynd/Aðsend

Anna Alexandersdóttir, forseti bæjarstjórnar, leiðir lista Sjálfstæðismanna og óháðra á Fljótsdalshéraði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Listinn hlaut samþykki fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins á Fljótsdalshéraði í gær, sumardaginnfyrsta.

Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs, er í öðru sæti og Berglind Harpa Svavarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, í því þriðja.

Í tilkynningu frá framboðinu segir að öflugur hópur ungs fólks tekur sæti ofarlega á listanum sem ekki hefur áður skipaðsæti á listanum í sveitarstjórnarkosningum. Alls skipa 10 konur og átta karlmenn listann.

Framboðslista Sjálfstæðismanna og óháðra á Fljótsdalshéraði skipa:

  1. Anna Alexandersdóttir, verkefnisstjóri og forseti bæjarstjórnar
  2. Gunnar Jónsson, bóndi og formaður bæjarráðs
  3. Berglind Harpa Svavarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og MS í heilbrigðisvísindum
  4. Karl Lauritzson, viðskiptafræðingur
  5. Sigrún Hólm Þórleifsdóttir, viðskiptafræðingur
  6. Sigurður Gunnarsson, ferliseigandi skaut- og álframleiðslu
  7. Davíð Þór Sigurðarson, verkefnisstjóri
  8. Ívar Karl Hafliðason, umhverfis- og orkufræðingur
  9. Eyrún Arnardóttir, kennari og dýralæknir
  10. Hrafnhildur Linda Ólafsdóttir,aðstoðarframkvæmdarstjóri
  11. Guðný Margrét Hjaltadóttir, viðskiptafræðingur
  12. Sigrún Harðardóttir, félagsráðgjafi
  13. Aðalsteinn Jónsson, búfræðingur, fyrrverandi bóndi nú í ferðaþjónustu
  14. Helgi Bragason, skógarbóndi
  15. Ágústa Björnsdóttir, fjármálasérfræðingur hjá Alcoa Fjarðaáli
  16. Guðrún Ragna Einarsdóttir, þjónustufulltrúi og bóndi
  17. Sigvaldi H.Ragnarsson, sauðfjárbóndi
  18. Sigríður Sigmundsdóttir, matreiðslu- og framleiðslumaður
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert