Kæru vegna kosningasmölunar nýbúa vísað frá

Kjörnefnd Sýslumannsins í Reykjavík vegna sveitarstjórnarkosninganna hefur vísað frá kæru Þjóðarhreyfingarinnar, þar sem m.a. var krafist dóms- og lögreglurannsóknar á meintri ólöglegri kosningasmölun meðal nýbúa af hálfu Framsóknarflokksins og bent á þrálátan orðróm um að fólkinu hafi verið borgað fyrir atkvæði sitt utan kjörfundar.

Nefndin segir í umfjöllun sinni að engin gögn liggi fyrir sem styðji fullyrðingar kæranda. Nefndin bendir hins vegar á varðandi þessa kröfu að hún falli ekki undir valdsvið nefndarinnar heldur lög sem varða óleyfilegan kosningaáróður og kosningaspjöll.

Í kærunni var tekið fram að strax að loknum kosningum hefðu fjölmargir einstaklingar leitað til Þjóðarhreyfingarinnar og lýst grunsemdum um að utankjörstaðaatkvæðagreiðsla hefði verið notuð í annarlegum tilgangi. Á kjörstað í Laugardalshöll hefðu þannig verið fluttir stórir hópar nýbúa sem engin ástæða væri til að ætla að yrði fjarverandi á kjördag. Einnig að í ýmsum tilvikum væri ástæða til að ætla að téðum kjósendum hefði verið greitt fyrir viðvikið, segir í kæru.

Kjörnefnd bendir á að valdsvið kjörnefndar afmarkist af umfjöllun um gildi kosninga og ógilding kosninga, eins og krafist var ennfremur, komi ekki til skoðunar nema þegar ætla mætti að gallar á framboði eða kosningu hefðu haft áhrif á úrslitin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert