Kærir vegna blárra tjalda í kjörklefum

Lögð hefur verið fram kæra hjá sýslumanninum í Reykjavík vegna sveitarstjórnarkosninganna í Reykjavík um að tjöld í kjörklefum hafi víðast hvar verið blá og því hafi hlutleysis á kjörstað ekki verið gætt, eins og lög geri ráð fyrir.

Rúnar Þór Þórarinsson, leikjahönnuður hjá CCP, lagði fram kæruna og hefur fengið að vita að hún verði tekin til meðferðar. Rúnar sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði fyrst tekið eftir þessu þegar hann fór sjálfur að kjósa.

"Þegar ég gekk í þungum þönkum að kjörklefanum blasti við mér þetta stóra, bláa tjald," sagði Rúnar og bætti við að litir sem þessir gætu augljóslega haft áhrif á óákveðna kjósendur, líkt og margt annað. Sérstaklega ætti þetta við þar sem tjöldin væru stór og mikil.

Hann sagðist hafa kannað þetta á fleiri kjörstöðum og segir að á minnst níu kjörstöðum í borginni hafi tjöld fyrir kjörklefum verið blá.

Hefur Rúnar fengið þær skýringar að sami aðili hafi séð um að setja upp kjörklefa í Reykjavík í mörg ár og aldrei hafi verið látið á það reyna hvort það valdi ógildingu kosninga að tjöldin séu blá á litinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert