D- og B-listi í viðræðum í Árborg

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn í Árborg hófu í gærkvöldi formlegar viðræður um myndun nýs bæjarstjórnarmeirihluta. Þórunn Jóna Hauksdóttir, sem leiðir viðræðurnar fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi.

Hún sagði ekki hægt að veita frekari upplýsingar um viðræðurnar að svo stöddu, en flokkarnir tveir hafa ákveðið að funda að nýju í kvöld.

Í gærdag fóru fram óformlegar viðræður milli sjálfstæðismanna og Samfylkingarinnar í Árborg, en upp úr þeim slitnaði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert