Viðræðum í Árborg haldið áfram á morgun

Forystumenn Samfylkingar, Framsóknar og Vinstri grænna í Árborg sátu í kvöld á fundi í verkmenntahúsinu Hamri á Selfossi þar sem rætt var um hugsanlegt meirihlutasamstarf í bæjarstjórn. Þorvaldur Guðmundsson, oddviti Framsóknar, sagði samtali við fréttavefinn Sudurland.is eftir fundinn að viðræðurnar væru enn á viðkvæmu stigi.

„Við eigum eftir að ná lendingu í ýmsum veigamiklum málum, sem verða tekin fyrir á fundi í fyrramálið,” segir Þorvaldur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert