Elliði Vignisson verður bæjarstjóri Vestmannaeyja

Elliði Vignisson.
Elliði Vignisson.

Á fundi frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum í kvöld var skorað á oddvita listans, Elliða Vignisson að setjast í stól bæjarstjóra.„Þar kom fram einróma áskorun allra frambjóðenda um að ég myndi taka að mér starf bæjarstjóra, og ég tók þeirri áskorun og þekktist það boð. Það var síðan borið undir fulltrúaráð og einróma samþykkt þar líka,“ segir Elliði.

Eins var ákveðið á fundinum að Gunnlaugur Grettisson verður forseti bæjarstjórnar og Páley Borgþórsdóttir formaður bæjarráðs.

Elliði er 38 ára gamall menntaður sálfræðingur og hefur síðustu ár starfað sem kennari í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert