Stefndum að því að verða stærst í Árborg

Sjálfstæðismenn í Árborg spá í spilin þegar fyrstu tölur birtust …
Sjálfstæðismenn í Árborg spá í spilin þegar fyrstu tölur birtust í kvöld. mbl.is/Guðmundur Karl

„Við stefndum að því að verða stærsti flokkurinn í Árborg og við erum orðin það," sagði Þórunn Jóna Hauksdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í Árborg, þegar um sextíu prósent atkvæða í sveitarfélaginu höfðu verið talin. Samkvæmt þeim ná sjálfstæðismenn fjórum mönnum inn í bæjarstjórn.

„Okkar kappsmál var að ná fjórum mönnum inn og það tókst," sagði hún ennfremur. "Við þökkum það góðri stefnuskrá, breiðum og samhentum lista, og því að fólkið hér í Árborg vill breytingar." Í bæjarstjórn Árborgar eru níu fulltrúar. Innt eftir því með hverjum sjálfstæðismenn vilji helst starfa á næsta kjörtímabili, segir hún: „Það er allt opið enn þá. Það kemur bara í ljós þegar líður á nóttina."
mbl.is/KG
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert