Yfirlýsing frá sjálfstæðismönnum í Breiðholti

Morgunblaðinu hefur borist yfirlýsing frá sjálfstæðisfélögunum í Breiðholti þar sem Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, er sakaður um að fara með ósannindi í umræðum um gjaldskyldu á bílastæðum við vinnustaði Reykjavíkurborgar:

    Dagur B. Eggertsson, borgarstjóraefni Samfylkingarinnar, sakaði sjálfstæðismenn enn um ósannindi í umræðuþætti á NFS í kvöld [í gærkvöldi] vegna umræðna um framkvæmdaáætlun í samgöngumálum, þar sem fram kemur sú framkvæmdatilhögun að taka upp gjaldskyldu á bílastæðum við vinnustaði Reykjavíkurborgar, sem eru m.a. leikskólar og grunnskólar. Samfylkingin hefur dreift sams konar ásökunum um ósannindi sjálfstæðismanna inn á heimili í Breiðholti.

    Nú má vera að Samfylkingin hafi skipt um skoðun í málinu en það hefur ekki komið fram í verki þar sem upplýst hefur verið að Dagur B. Eggertsson hefur neitað að taka umræddar áætlanir út úr framkvæmdaáætluninni. Við sjálfstæðismenn teljum mikilvægt að vekja athygli á staðreyndum þessa máls. Það er hreint ótrúlegt að fylgjast með málflutningi borgarstjóraefnis Samfylkingarinnar í þessu máli. Öllum sem kynna sér málið má vera ljóst að Dagur B. Eggertsson er að segja ósatt þegar hann ræðir þessi mál. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni betriborg.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert