Samfylking með öruggan meirihluta í Hafnarfirði samkvæmt könnun

Samfylkingin er með öruggan meirihluta í Hafnarfirði samkvæmt könnun Gallup fyrir Ríkisútvarpið. Flokkurinn fær samkvæmt könnuninni rúmlega 58% og 7 bæjarfulltrúa af 11 og Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 31,9% og 4 bæjarfulltrúa. Fylgi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs mælist 6,8% og Framsóknarflokksins 3% en hvorugur þessara flokka fær bæjarfulltrúa samkvæmt könnuninni.

Fram kom í fréttum Útvarpsins, að úrtakið í könnuninni var 1200 manns. Svarhlutfall var rúmlega helmingur en af þeim tóku rúm 80% afstöðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert