Fagna frumkvæði stúdentaráðs

Framboðslisti Vinstrihreyfinginnar - græns frambos í Reykjavík fagnar því frumkvæði sem stúdentaráð hefur sýnt með því að benda á þá brýnu þörf sem er á lóðum undir stúdentagarða.

Í yfirlýsingu frá Vinstri grænum í Reykjavík segir:

"Við, Vinstri græn, teljum það bæði sjálfsagt og eðlilegt að borgin styðji við stúdenta með því að tryggja Félagsstofnun stúdenta lóðir undir stúdentagarða. Slík vinna er sameiginlegt verkefni Reykjavíkurborgar, stúdentaráðs, Félagsstofnunar Stúdenta og Háskóla Íslands. Við lýsum okkur tibúin til þess að eiga frumkvæði að slíkri vinnu um leið og við fáum umboð til þess.

Við teljum mikilvægt að stúdentar eigi greiðan aðgang að húsnæði á hagstæðu verði enda stendur sá framfærslugrunnur sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks hefur sett hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna ekki undir leigu á almennum markaði. Við, Vinstri græn, viljum því að borgin bæti stúdentum upp hversu illa ríkisstjórnin styður við stúdenta í gegnum Lánasjóð íslenskra námsmanna með því að tryggja lóðir undir stúdentagarða."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert