Samfylking með meirihluta í Hafnarfirði samkvæmt könnun

Samfylking heldur meirihluta sínum í Hafnarfirði í kosningunum á laugardaginn samkvæmt könnun, sem Fréttablaðið birti í dag. Þá er meirihluti bæjarbúa hlynntur stækkun álversins í Straumsvík samkvæmt könnuninni.

Samfylkingin fær 56,9% atkvæða samkvæmt könnun Fréttablaðsins og sjö bæjarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkur fær 34,3% atkvæða og 4 bæjarfulltrúa. 6,6% sögðust ætla að kjósa Vinstrihreyfinguna-grænt framboð og 2,2% Framsóknarflokkinn en hvorugur þessara flokka kæmi að manni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert