Sjálfstæðisflokkurinn fengi 7 menn í Reykjavík samkvæmt Gallup

Samkvæmt skoðanakönnun sem Gallup hefur gert fyrir Ríkisútvarpið er Sjálfstæðisflokkurinn mjög nærri því að ná hreinum meirihluta í Reykjavík í kosningunum í næstu viku.

Sé hins vegar rýnt í tölur og bakgrunnsupplýsingar frá Gallup eru 8. maður Sjálfstæðisflokks, 6. maður Samfylkingar og annar maður á lista Vinstri grænna, nánast hnífjafnir. Þannig er Sjálfstæðisflokkurinn alveg við það að vera með meirihlutafylgi í Reykjavík. Á sama hátt eru Vinstri grænir við það bæta við sig öðrum manni og Samfylkingin að missa sjötta mann sinn. 82% þeirra sem Gallup spurði, tóku afstöðu til einstakra framboðslista, að því er segir í fréttum RÚV.

Sjálfstæðisflokkurinn 43,4% 7 menn
Samfylkingin 32,1% 6 menn
Vinstri-grænir 10,7% 1 mann
Frjálslyndi flokkurinn 10,0% 1 mann
Framsóknarflokkurinn 3,9% engan mann

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert