Samfylking styrkir stöðu sína í Hafnarfirði

Meirihluti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar styrkist samkvæmt könnun Gallup, sem Ríkisútvarpið birti í dag. Flokkurinn bætir við sig manni í sveitarstjórnarkosningunum á kostnað Sjálfstæðisflokksins en aðrir flokkar koma ekki manni að. Þá vilja liðlega 2/3 svarenda að Lúðvík Geirsson bæjarstjóri gegni því starfi áfram.

Samkvæmt könnuninni fær Samfylkingin 54,6% fylgi, en fékk 50,2% fylgi í kosningunum árið 2002. Sjálfstæðisflokkur fengi 35% fylgi, en fékk 40,6% í síðustu kosningum, tapar ríflega 5,5%. Vinstrihreyfingin-grænt framboð fær 6,4% samkvæmt könnuninni og tvöfaldar fylgi sitt frá síðustu kosningum. Framsóknarflokkur fengi nú 3,9%, en fékk 6,3% í kosningunum 2002.

Samkvæmt könnuninni bætir Samfylkingin við sig sjöunda manninum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar en Sjálfstæðisflokkurinn fær fjóra og tapar einum. Aðrir flokkar fá ekki mann kjörinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert