Meirihlutinn fellur í Árborg samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins

Meirihluti Samfylkingar og Framsóknarflokks fengi fjóra bæjarfulltrúa af níu kjörna í Árborg samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Ef þetta verða niðurstöður kosninganna er meirihlutinn í sveitarfélaginu fallinn.

Mest fylgi fær Sjálfstæðisflokkurinn, 46,7 prósent. Samkvæmt því fengi flokkurinn fjóra bæjarfulltrúa kjörna, en hefur nú tvo. Samfylking fengi samkvæmt könnuninni 28,3 prósent atkvæða og þrjá menn kjörna en hefur nú fjóra. Framsóknarflokkur fær samkvæmt könnuninni sem birtist í Fréttablaðinu í dag, 13,6 prósent atkvæða og einn mann kjörinn en hefur nú þrjá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert