Um 100 atvinnuhúsalóðum úthlutað í Hafnarfirði

Frá Norðurbakkanum í Hafnarfirði
Frá Norðurbakkanum í Hafnarfirði

Mikil ásókn hefur verið í atvinnuhúsalóðir hjá Hafnarfjarðarbæ og var á fundi bæjarráðs í morgun úthlutað um 100 atvinnuhúsalóðum. Lóðir á nýjum svæðum, Hellnahrauni, Selhrauni og á miðsvæði Valla hafa rokið út og hafa fjölmörg fyrirtæki fengið þar lóðir undir starfsemi og frekari uppbyggingu, að því er segir í frétt frá Hafnarfjarðarbæ.

Búið er að úthluta stærstum hluta þessara nýju svæða og er nú verið að leggja drög að nýjum atvinnusvæðum þar sem ásókn í lóðir á suðursvæðum Hafnarfjarðar er mikil, samkvæmt tilkynningu.

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri, segir í fréttatilkynningu, að elsta atvinnusvæðið á Hellnahrauni I hafi verið í uppbyggingu í nær tvo áratugi. Nú sé hinsvegar mjög mikil eftirspurn og það er kostur að þegar er hafin skipulagsvinna á ennþá fleiri atvinnusvæðum og um leið sé verið að byggja upp ný íbúðasvæði á Völlum og Áslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert