Fulltrúi B-lista í Árborg telur sig ekki bundinn af ákvörðum meirihlutans

Einar Pálsson, B-lista, sem er í meirihlutasamstarfi í Árborg hefur skýrt „fyrrum” félögum sínum í meirihlutasamstarfi í Árborg frá því bréflega að hann teldi sig ekki lengur bundinn af ákvörðunum meirihlutans. Þetta kemur fram á sunnlenska fréttavefnum sudurland.net.

Í samtali við sudurland.net segir Einar að sér hafi fundist hlutur strandþorpanna oftsinnis vera fyrir borð borinn í málefnum sveitarfélagsins. Meginástæða ákvörðunar sinnar væri þó ákvörðun meirihlutans um uppbyggingu á húsnæði fyrir skólann, bæði á Eyrarbakka og Stokkseyri, sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi í gær.

Fréttavefurinn sudurland.net

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert