Gagna aflað um afnot Álftnesinga af Lönguskerjum

Bæjarstjórn Álftaness samþykkti á fundi sínum í gær að fela bæjarráði að taka saman gögn sem varða fyrrum afnot Álftnesinga á Lönguskerjum "og afla gagna sem styðja skipulagsrétt Sveitarfélagsins Álftaness þar", eins og segir í tillögunni, sem lögð var fram af Sigurði Magnússyni, oddvita Álftaneshreyfingarinnar.

Sigurður segir að ef miðlína sé dregin milli Reykjavíkur, Seltjarnarness og Álftaness falli Lönguskerin Álftanesmegin. "Mér fannst rétt að við huguðum að okkar málum," segir Sigurður. Þess vegna hafi hann lagt tillöguna fram.

Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Álftaness og oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn, segir að meirihlutinn hafi viljað fara varlega í hlutina og ekki hlaupa til út af kosningaútspili B-listans í Reykjavík. Þess vegna hafi hann stutt að bæjarráð tæki að sér fyrrgreint verkefni, en upphafleg tillaga fulltrúa Álftaneshreyfingarinnar fólst m.a. í því að skipulagsnefnd yrði falið að "hefja umfjöllun um að fella Löngusker inn í aðalskipulag Álftaness". Guðmundur segir að fara verði yfir þetta í rólegheitunum að loknum kosningum. Hann segir aðspurður að flugvöllur á Lönguskerjum sé óraunhæf "útópía".

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert