Ragnheiður reiðubúin til að vera bæjarstjóraefni í Árborg

Yfirlýsing frá Ragnheiði Hergeirsdóttur, oddvita framboðs Samfylkingarinnar í Árborg:

„Áskoranir hafa borist frá félögum í röðum Ungra jafnaðarmanna á Suðurlandi og Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar á Suðurlandi þar sem skorað er á Samfylkinguna að bjóða mig fram sem bæjarstjóraefni í Árborg. Sem oddviti lista Samfylkingarinnar er ég vissulega reiðubúin að axla slíka ábyrgð ef viðræður eftir kosningar leiða til þess. Verði Samfylkingin í meirihluta, mun hún starfa með öðrum flokki eða flokkum í meirihlutasamstarfi í nýrri bæjarstjórn eftir bæjarstjórnarkosningarnar. Það á að vera samkomulagsatriði milli samstarfsflokka hvernig staðið verður að vali bæjarstjóra og hver verður ráðinn. Þar setja hvorki ég né Samfylkingin nein skilyrði fyrirfram. Því tel ég ekki rétt að stilla mér upp sem bæjarstjóraefni fyrir þessar kosningar."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert