Stuðningur eykst við Vilhjálms sem borgarstjóra

Rúm 42%, sem tóku þátt í skoðanakönnun Fréttablaðsins, vilja að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna, verði næsti borgarstjóri. Í mars sögðust 40,5% þátttakenda í samskonar könnun að Vilhjálmur yrði borgarstjóri.

Næstflestir, eða 36,8%, sögðust vilja að Dagur B. Eggertsson, oddviti lista Samfylkingarinnar, verði borgarstjóri sem er álíka hlutfall og síðast.

Innan við 2% nefndu oddvita Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, oddvita Framsóknarflokks og oddvita Frjálslynda flokksins í borginni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert