Framsóknarmenn standa ekki að framboði Vestmannaeyjalista

Á félagsfundi í Framsóknarfélagi Vestmannaeyja í gærkvöldi var samþykkt að fara fram undir merkjum flokksins í kosningum til bæjarstjórnar í maí eða alls ekki.

„Framsóknarfélag Vestmannaeyja stendur ekki að framboði V-listans til sveitarstjórnarkosninga 2006. Komi til framboðs félagsins verður það undir merkjum Framsóknarflokksins,” segir í ályktun félagsfundarins.

Þetta kemur í framhaldi af óánægju Framsóknar með að Eygló Harðardóttir fékk ekki sæti á V-listanum sem kynntur var í síðustu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert