Hvetja ríkið til að leggja aukið fé til samgangna á höfuðborgarsvæði

Gunnar Svavarsson, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, og Magnús Gunnarsson, oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn, lögðu fram ályktun í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær um að ríkisvaldið þyrfti strax að endurskoða samgönguáætlun með tilliti til þess að aukið fjármagn komi til framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu.

„Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hvetur ríkisvaldið til að endurskoða nú þegar samgönguáætlun með það að markmiði að stofnsamgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins verði gert markvissara fyrir íbúa landsins og fjármagn til verkefna verði aukið til mikilla muna frá því sem nú er," segir í ályktuninni, sem var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert