Eyþór ótvíræður sigurvegari í Árborg

Sigurður Jónsson, helsti keppinautur Eyþórs, óskar honum til hamingju með …
Sigurður Jónsson, helsti keppinautur Eyþórs, óskar honum til hamingju með sigurinn. mbl.is/Guðmundur Karl

Eyþór Arnalds var ótvíræður sigurvegari í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Árborg sem fram fór í dag. Alls kusu 1087 í prófkjörinu en nýskráningar í flokkinn voru á sjötta hundrað. Eyþór fékk 593 atkvæði í 1. sætið.

„Ég er mjög ánægður með þetta traust sem allur hópurinn er að fá og ég sjálfur persónulega. Þátttakan í prófkjörinu er ótrúleg, félagaskráin hefur tvöfaldast og við höfum mikinn byr í seglunum. Listinn endurspeglar mikla breidd og hefur mikla skírskotun til Árborgarbúa," sagði Eyþór Arnalds í samtali við mbl.is.

Hann segir mikla vinnu framundan hjá Sjálfstæðismönnum sem sitja nú í minnihluta bæjarstjórnar. „Eitt var að vinna og svo er að vinna og í vor ætlum við að vinna," sagði Eyþór, kampakátur með úrslitin.

Úrslit prófkjörsins voru þessi:

  1. Eyþór Arnalds með 593 atkvæði
  2. Þórunn Jóna Hauksdóttir með 495 atkvæði
  3. Snorri Finnlaugsson með 411 atkvæði
  4. Elva Dögg Þórðardóttir með 457 atkvæði
  5. Grímur Arnarson með 517 atkvæði
  6. Ari Björn Thorarensen með 408 atkvæði
  7. Kristín Hrefna Halldórsdóttir með 566 atkvæði
  8. Björn Gíslason með 559 atkvæði
  9. Sigurður Jónsson
  10. Ásdís Sigurðardóttir
  11. Páll Leó Jónsson
  12. Þórir Erlingsson
  13. Guðmundur Björgvin Gylfason
  14. Samúel Smári Hreggviðsson
  15. Bjarnheiður Ástgeirsdóttir

Meðal þeirra sjö sem ekki komust á blað er Páll Leó Jónsson, núverandi bæjarfulltrúi, en hann sóttist eftir 1. sætinu.

Sjálfstæðisflokkur er nú með 2 bæjarfulltrúa af 9 í bæjarstjórn Árborgar en Framsóknarflokkur og Samfylkingin mynda meirihluta.

Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Árborg eftir að úrslitin voru …
Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Árborg eftir að úrslitin voru kynnt. mbl.is/Guðmundur Karl
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert