Vilja virkja jarðhita á hafsbotni

Horft yfir Reykjanesskaga. Fyrirtækið vill leita að jarðhita úti fyrir …
Horft yfir Reykjanesskaga. Fyrirtækið vill leita að jarðhita úti fyrir Reykjanestá. mbl.is/Kristinn Magnússon

Orkustofnun hefur veitt fyrirtækinu North Tech Energy ehf. (NTE) leyfi til leitar að jarðhita á tveimur rannsóknarsvæðum utan netlaga, annars vegar við Reykjaneshrygg út af Reykjanestá og hins vegar úti fyrir Norðurlandi.

Fyrirtækið áformar að kanna möguleika á nýtingu háhita á hafsbotni og hvort setja megi þar upp jarðhitavirkjanir til raforkuframleiðslu á úthafspöllum.

Um er að ræða nýtt leyfi á grundvelli uppfærðrar umsóknar en fyrirtækið fékk á árinu 2017 úthlutað rannsóknar- og leitarleyfi vegna fyrirhugaðs þróunarverkefnis á úthafsvirkjunum undan ströndum landsins.

Rannsóknarsvæði North Tech Energy út af Reykjanestá.
Rannsóknarsvæði North Tech Energy út af Reykjanestá. Kort/Orkustofnun

Í umsókn NTE sem lögð var fram á seinasta ári segir að mikil vinna hafi farið fram við undirbúning rannsókna af hálfu Íslenskra orkurannsókna. Eftir rannsóknaleiðangra og athuganir var ákveðið að óska eftir breytingum á leitarsvæðunum.

Rannsóknarsvæði North Tech Energy út af Norðurlandi.
Rannsóknarsvæði North Tech Energy út af Norðurlandi. Kort/Orkustofnun

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert