Allir hópar að leggja sig fram

Elísabet S. Ólafsdóttir aðstoðarsáttasemjari.
Elísabet S. Ólafsdóttir aðstoðarsáttasemjari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Allir samningsaðilar í kjaraviðræðum samflots iðnaðarmanna og tæknimanna, Landssambands íslenskra verslunarmanna og VR og Samtaka atvinnulífins eru staddir í húsi ríkissáttasemjara og eru að vinna að því markmiði að ná samningi.

Þetta segir Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri og aðstoðarsáttasemjari, spurð út í stöðu mála í kjaraviðræðunum. Þær hófust klukkan 10 í morgun en óvíst en hvenær þeim lýkur.

„Þetta eru vinnufundir í framhaldi af fundunum sem voru í gær. Það eru allir hópar í húsi og allir að vinna vel og leggja sig fram,“ segir Elísabet.

Auk hennar eru þau Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari og Aldís Sigurðardóttir, sem er einnig aðstoðarsáttasemjari, að störfum við að aðstoða samningsaðila.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert