Nýtt vaktakerfi hjá slökkviliðinu

Sjúkrastörfum og slökkvistörfum er sinnt allan ársins hring.
Sjúkrastörfum og slökkvistörfum er sinnt allan ársins hring. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) er að taka upp nýtt vaktavinnukerfi. Því fylgir mesta breyting sem orðið hefur hjá SHS frá stofnun árið 2000. Nýja kerfinu fylgir stytting vinnuvikunnar hjá starfsfólkinu.

Um helgar verða tvískiptar vaktir, tólf tímar hvor, en á virkum dögum þrískiptar eða átta stunda langar. Fyrstu vaktaskiptin í þrískipta kerfinu verða á mánudag.

„Við þessa breytingu fjölgar helgum sem fólk getur verið í fríi,“ segir Birgir Finnsson, starfandi slökkviliðsstjóri SHS. Hann segir að fjölgað hafi verið um 24 starfsmenn í vor til að manna nýja vaktakerfið.

Nánari umfjöllun má nálgast í Morgunblaðinu sem kom út á laugardaginn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert