Leikstjóri ákærður fyrir fjárdrátt

Anton sýndi myndina árið 2016.
Anton sýndi myndina árið 2016. Ljósmynd/Ása Ottesen

Anton Ingi Sigurðsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Grimmd, er sakaður um að hafa ráðstafað tekjum af miðasölu með ólögmætum hætti. Hefur hann verið ákærður fyrir fjárdrátt og peningaþvætti. DV greinir frá.

Myndin var sýnd árið 2016. Anton Ingi leikstýrði kvikmyndinni og skrifaði handrit hennar.

Alls er Anton Ingi sakaður um að hafa dregið að sér um 27 milljónir króna. Ákæruvaldið krefst þess að hann verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness 7. október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert