Snjóblinda og Mýrin tilnefndar

Ragnar Jónasson og Arnaldur Indriðason.
Ragnar Jónasson og Arnaldur Indriðason. Samsett mynd

Íslensku glæpasagnahöfundarnir Arnaldur Indriðason og Ragnar Jónasson eiga tvær af bestu bókum síðustu 50 ára í Frakklandi ef marka má könnun sem hleypt verður af stokkunum þar í landi í dag.

Útgáfan Points í Frakklandi sem sérhæfir sig í kiljum og tímaritið Le Point, sem munu vera ótengdir aðilar þrátt fyrir svipuð nöfn, ákváðu að efna til sérstakra verðlauna í tilefni af 50 ára afmæli tímaritsins. Tilnefndar eru átján bækur í þremur flokkum frá þessum tíma: skáldsögur, glæpasögur og bækur almenns efnis. Af sex glæpasögum könnumst við Íslendingar sérstaklega við tvær: Snjóblindu eftir Ragnar Jónasson og Mýrina eftir Arnald Indriðason. 

Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert