Boðar gjöld á rafmagnsbíla

mbl.is/Ófeigur

Nýtt 5% lágmarksvörugjald verður sett á bifreiðar á næsta ári og mun þá fullur afsláttur vegna rafmagnsbíla vera úr sögunni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju fjárlagafrumvarpi sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti á fundi nú í morgun.

Bjarni tók hins vegar fram að áfram yrðu miklir hvatar til kaupa á umhverfisvænum bifreiðum og sýndi dæmi fyrir því í kynningunni. Þar kom fram að áætluð árleg bifreiða- og eldsneytisgjöld fyrir hvern rafmagnsbíl af gerðinni Tesla model 3 yrði um 30 þúsund á ári, en í dag nema þau gjöld um 20 þúsund. Til samanburðar sagði hann slík gjöld fyrir hefðbundna fólksbifreiðar vera 120 þúsund í dag, en færu upp í 140 þúsund á næsta ári.

Varðandi vörugjöld og virðisaukaskatt mátti gera ráð fyrir að slík gjöld hækki um í kringum 300 þúsund fyrir rafmagnsbifreiðar samkvæmt kynningunni.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert