Malarflutningabíll valt á vegi yfir Hálfdán

Viðbragðsaðilar á Hálfdáni þar sem malarflutningabíll valt á hliðina.
Viðbragðsaðilar á Hálfdáni þar sem malarflutningabíll valt á hliðina. mbl.is/Guðlaugur Albertsson

Malarflutningabíll valt um þrjú leytið í dag á veginum yfir Hálfdán milli Tálknafjarðar og Bíldudals.

Ökumaður var einn í bílnum og komst að sjálfsdáðum út úr bílnum en hann var fluttur með sjúkrabíl til aðhlynningar að sögn Davíðs Rúnars Gunnarssonar, slökkviliðsstjóra í Vesturbyggð.

Ekki er vitað hver tildrög slysins voru né hvort bíllinn hafi oltið margar veltur, en bíllinn var á hliðinni fyrir utan veg þegar viðbragðsaðilar komu á slysstað. Bratt er niður frá vegbrúninni að sögn Davíðs sem segir veginn ekki í góðu ástandi. 

Bíllinn valt töluvert út fyrir veg.
Bíllinn valt töluvert út fyrir veg. mbl.is/Guðlaugur Albertsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert