Ýmis lögbrot til rannsóknar vegna slyssins

Slysið átti sér stað undir Esju.
Slysið átti sér stað undir Esju. mbl.is/Sigurður Bogi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú „ýmis“ umferðarlagabrot vegna umferðarslyss sem átti sér stað í útjaðri Mosfellsbæjar í gær. Þetta segir í dagbók lögreglu en þar kemur ekki fram um hvaða umferðarlagabrot sé að ræða. 

Slysið virðist hafa orðið með þeim hætti að ökumaður bifhjóls missti stjórn á hjóli sínu. Hann var fluttur á bráðamóttöku Landspítala til aðhlynningar í kjölfarið en ekkert hefur verið gefið upp um líðan viðkomandi. 

Í nokkur skipti í gærkvöldi voru ökumenn stöðvaðir og handteknir vegna gruns um ölvun við akstur. Einn þeirra „tengdist sölu fíkniefna“ og var annar án réttinda og vopnaður hnífi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert