Gosið getur staðið í einhver ár

„Þetta gos er bara í góðum gír,“ segir Þorvaldur Þórðarson …
„Þetta gos er bara í góðum gír,“ segir Þorvaldur Þórðarson prófessor um eldgosið í Geldingadölum sem hefur staðið í 134 daga. Hann sagði að eldgosið gæti hætt á morgun en líka staðið í einhver ár. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Meðalhraunrennsli úr gígnum í Geldingadölum frá 2. júlí til 27. júlí var um 11 m3/sek. Nýjar mælingar voru gerðar þriðjudaginn 27. júlí þegar teknar voru loftmyndir með myndavél Náttúrufræðistofnunar úr flugvél Fisfélagsins.

Hraunið hefur streymt í Meradali og þykknaði  þar að meðaltali um einn metra á dag síðustu 8-10 daga, að sögn Jarðvísindastofnunar HÍ. Gosið hefur sést vel frá höfuðborgarsvæðinu undanfarið eftir að það skyggir á kvöldin. „Þetta gos er bara í góðum gír,“ segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við HÍ, í umfjöllun um eldgosið  á Fagradalsfjalli í Morgunblaðinu í dag.

„Takturinn í gosinu er bara eins og hann hefur verið. Hann er mjög reglulegur. Það koma hrinur og svo róast yfirborðsvirknin á milli. Það eru engir púlsar, heldur stöðug virkni á meðan hrinan er í gangi. Ég held að gosið stoppi ekki á meðan. Það heldur áfram að pumpa hrauni í gegnum innri rásirnar. Ég tel að þegar yfirborðsvirknin stoppar þá sé gígurinn að hlaða gasi inn í grunna kerfið. Stórar gasbólur sem rísa hraðar en kvikan viðhalda kvikustrókunum. Gasbólurnar rísa mun hraðar en bráðin og sleppa hraðar en restin af kvikunni. Eftir smá tíma er þarna afgasað magn af kviku sem ekki hefur farið hratt af stað. Þá tæmist byssan og kerfið þarf að hlaða hana aftur. Ég held að þetta geti skýrt þessar hrinur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert