Fámennt en góðmennt á tjaldsvæðum landsins

Ásbyrgi. Á annatímum hafa verið 500-600 manns á tjaldsvæðinu en …
Ásbyrgi. Á annatímum hafa verið 500-600 manns á tjaldsvæðinu en þar verða nú aðeins 200 um helgina. mbl.is/Sigurður Bogi

Verslunarmannahelgin er fram undan og eflaust margir sem vilja stinga af með fjölskyldunni í tjaldútilegu. Nú gildir þó 200 manna samkomubann og því ljóst að snúið verður að finna pláss.

„Mjög mörg tjaldsvæði eru með hólfaskiptingu en við getum það ekki, því miður,“ segir Sigrún Sigurgeirsdóttir, rekstrarstjóri minjagripa hjá Vatnajökulsþjóðgarði, um tjaldsvæðið í Skaftafelli. Því sé aðeins pláss fyrir 200 manns. Hún segir snyrtiaðstöðuna í Skaftafelli vel hannaða til að halda inni varma en illa þegar kemur að hólfaskiptingu.

„Sóttvarnahólf miðast við að það sé ekki samgangur á milli hólfa og þarna er öll snyrtingin á sama stað. Þannig að þú kannski bíður eftir klósetti með öðrum úr hinu hólfinu,“ segir Sigrún í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag, en mikil aðsókn er í Skaftafell allan ársins hring.

Um verslunarmannahelgina sem nú er á næsta leiti segir Sigrún að hún verði í rólegri kantinum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert