112 smit innanlands

Sýnataka fer fram á Suðurlandsbraut.
Sýnataka fer fram á Suðurlandsbraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

112 kór­ónu­veiru­smit hafa greinst inn­an­lands eft­ir sýna­töku gær­dags­ins. Þetta kem­ur fram í upp­færðum töl­um á covid.is. 

32 voru í sóttkví við greiningu og 80 utan sóttkvíar. 

Eitt virkt smit greindist á landamærunum. Viðkomandi er óbólusettur. 

Alls eru nú 1.072 í einangrun og 2.590 í sóttkví. Tíu eru á sjúkrahúsi. Í gær voru tveir á gjörgæslu, hvorugur fullbólusettur. 

Í gær greindust 104 smit við einkennasýnatöku og átta smit við sóttkvíar- og handahófsskimanir. Af þeim sem greindust í gær eru 73 fullbólusettir, bólusetning er hafin hjá tveimur og 35 eru óbólusettir. 

Metfjöldi smita á miðvikudag 

Mik­ill fjöldi sýna hef­ur verið tek­inn síðustu daga og er ekki úti­lokað að fleiri smit eigi eft­ir að grein­ast eft­ir sýna­töku gær­dags­ins. Hafi fleiri smit greinst í gær koma þau fram í upp­færðum töl­um á morg­un. 

3.074 sýni voru tekin við einkennasýnatöku í gær. 367 sýni voru tekin á landamærunum og 1.289 sýni voru tekin við sóttkvíar- og handahófsskimanir. Hlutfall jákvæðra sýna hækkar lítillega á milli daga og er nú 3,38% en var 3,23% í fyrradag. 

Í fyrradag höfðu 118 smit greinst þegar tölur voru uppfærðar. Nú þegar tölur fyrir miðvikudag hafa verið uppfærðar liggur fyrir að 129 greindust í heildina. Er það mesti fjöldi smita frá því að faraldurinn hófst hér á landi. 



Fréttin hefur verið uppfærð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert