Sértæk bóluefni virki betur gegn Delta

Fólk í biðröð eftir skimun við kórónuveirunni.
Fólk í biðröð eftir skimun við kórónuveirunni. mbl.is/Oddur

Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, svaraði á upplýsingafundi Almannavarna spurningu um hvað þurfi til svo að hægt sé að hugsa um Covid-19 sem venjulega flensu.

Hún sagði okkar helstu von vera að sértæk bóluefni komi fram sem virki betur gegn Delta-afbrigðinu. Miðað við stöðuna núna séu smitin mjög útbreidd víða um heim og að áfram komi ný afbrigði.

„Við getum ekki sagt til um útbreiðslu þeirra og hvort bóluefni virka gegn þeim,“ sagði hún. „Það er ekki hægt að spá fyrir um þetta.“

Kamilla S. Jósefsdóttir á fundi almannavarna í morgun.
Kamilla S. Jósefsdóttir á fundi almannavarna í morgun. Ljósmynd/Almannavarnir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert