Lögðust á eitt til að finna sex ára stúlku

Stúlkan týndist í Þingholtunum.
Stúlkan týndist í Þingholtunum.

Síðdegis í gær var leitað að sex ára stúlku í Þingholtunum, en hún var í heimsókn í hverfinu og ókunn því. Frá þessu greinir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á facebooksíðu sinni.

Móðir stúlkunnar hringdi í lögregluna um leið og hvarfið uppgötvaðist. Í færslu lögreglunnar segir að margir hafi komið leitinni, m.a. íbúar í hverfinu og vegfarendur þar. „Aðdáunarvert var að sjá alla leggjast á eitt,“ segir í færslunni.

Stúlkan fannst eftir klukkustundar leit og hafði hún þá gengið töluverðan spöl. Lögreglan hafði þá gert ráðstafanir til að kalla út sporleitarhund og leitarflokk en vegfarandi fann stúlkuna.

Lögreglumenn sóttu því næst stúlkuna og komu henni til móðurinnar og voru það fagnaðarfundir eins og gefur að skilja. Hópur fólks varð vitni að endurfundum mæðgnanna og var þá klappað vel og innilega. Það var virkilega fallegt að sjá.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert