Tveggja manna bókaklúbbur

Kolbeinn Marteinsson og Kjartan Örn Sigurðsson.
Kolbeinn Marteinsson og Kjartan Örn Sigurðsson. Ljósmynd/Aðsend

Í byrjun þessa árs hóf frumvarpið Firmað ritar göngu sína. Í hverjum þætti taka stjórnendurnir Kjartan Örn Sigurðsson og Kolbeinn Marteinsson eina bók til umfjöllunar sem á einhvern hátt tengist viðskiptum.

Hlaðvarpið má finna á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

„Þættirnir er hugsaðir fyrir árangursdrifið fólk sem hefur áhuga á að bæta sig eða einfaldlega auka við þekkingu sína,“ segir í tilkynningu.

Kjartan Örn er forstjóri SRX heildsölu og Kolbeinn er fyrirtækjaráðgjafi hjá Athygli. Kemur fram í tilkynningu að þeir hafi báðir yfir 20 ára reynslu af íslensku atvinnulífi og hafi komið að stofnun og rekstri fjölda fyrirtækja hér á landi sem og erlendis.

Fyrir þá sem vilja bæta sig í leik og starfi

Kolbeinn segir, í samtali við mbl.is, þáttinn vera atvinnulífstengdan en sé þó fyrir alla sem vilja bæta sig í leik og starfi og læra af mistökum og sigrum annarra.

„Við erum búin að ræða fjórar bækur, ætlum að ræða svona helstu viðskiptabækur, ævisögur og í rauninni bara sjálfshjálparbækur. Bækur sem hafa haft áhrif á okkur og við sem sagt teljum að geti átt erindi við fólk sem er í svipaðri stöðu og við, starfandi í íslensku atvinnulífi,“ segir Kolbeinn og bætir við:

„Við skiptumst á, ég og Kjartan, að hlýða hvor öðrum yfir bækur.“

Þetta er þá eins og bókaklúbbur?

„Já svona tveggja manna bókaklúbbur,“ segir Kolbeinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert