Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna haldin um helgina

Frá hátíð síðasta árs.
Frá hátíð síðasta árs. Ljósmynd/Aðsend

Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna, eða KHF, verður haldin í sjöunda sinn núna um helgina 6. og 7. mars 2021. Öll umsjón og vinna við hátíðina er í höndum nemenda Fjölbrautaskólans við Ármúla en hátíðin fer fram í Bíó Paradís.

Eitt af aðalmarkmiðum hátíðarinnar er að gera nemendum í framhaldsskólum landsins kleift að koma kvikmyndaverkum sínum á framfæri og kynnast öðrum með sömu áhugamál.

Verðlaunin fyrir bestu myndina eru vikunámskeið hjá New York Film Academy ásamt inneign fyrir alls kyns þjónustu hjá Kvikmyndaskóla Íslands. Vegleg verðlaun verða auk þess veitt fyrir besta leikinn og bestu tæknilegu útfærsluna.

Í fyrra voru afhent ný verðlaun, Hildarverðlaunin, til heiðurs Hildi Guðnadóttur sem er fyrsti Íslendingurinn sem hlotið hefur Óskarsverðlaun. Þau eru veitt fyrir bestu frumsömdu tónlistina í stuttmynd. Dómnefndin er skipuð einvalaliði úr íslenskum kvikmyndaiðnaði; Sverri Þór Sverrissyni (Sveppa), Erlendi Sveinssyni og Ísgerði Elfu Gunnarsdóttur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert