Einsömul hæna á miðju háskólasvæði

Erna Kristín Elíasdóttir, nemi við Háskóla Íslands, var á leiðinni út af heimili sínu á stúdentagörðunum á Eggertsgötu þegar hún varð vör við nokkuð sem mun vera sjaldséð sjón á þessu svæði höfuðborgarinnar: einsamla hænu á vappi. 

Erna Kristín segist ekki hafa vitað hver rétt viðbrögð séu þegar hæna verður á vegi manns á miðju háskólasvæði svo hún hafi einfaldlega ákveðið að taka ævintýri hænunnar upp á myndskeið sem sjá má hér að ofan.

Erna vakti athygli á hænunni á Facebook-hópi fyrir íbúa Eggertsgötu, en eigandi hænunnar hefur enn sem komið er ekki gefið sig fram. Erna segir dýrahald ekki vera leyfilegt í byggingunni, svo ekki er ólíklegt að hænan hafi villst úr nærliggjandi hverfi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert