Aftur örlar á virkni við Þorbjörn

Fjallið Þorbjörn stendur nærri Grindavík.
Fjallið Þorbjörn stendur nærri Grindavík. mbl.is/Sigurður Bogi

Aftur er farið að örla á skjálftavirkni á svæðinu við fjallið Þorbjörn, sem liggur nærri Grindavík.

Frá þessu greinir eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands á Facebook, en þar birtir hópurinn nýja spá um hvar líklegast sé að eldgos verði, fari svo að skjálftahrinan leiði til þess.

Nýjasta eldsuppkomuspá hópsins.
Nýjasta eldsuppkomuspá hópsins. Kort/Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur HÍ

Segir þar þó að staðsetningar skjálfta séu farnar að þéttast um svæðið við Trölladyngju og Keili.

„Við sjáum strax að spáin gerir ráð fyrir ansi víðfeðmu svæði hvar vænta má eldgoss,“ segir í færslu hópsins en bent er á að á bak við greininguna liggi langtímaspá auk jarðskjálfta síðustu daga, fram til kl. 18.45 í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert