EFTA minnist Halldórs

Halldór Grönvold heitinn. EFTA minnist hans á heimasíðu sinni.
Halldór Grönvold heitinn. EFTA minnist hans á heimasíðu sinni. mbl.is/Ásdís

EFTA, fríverslunarsamtök Evrópu, minnast Halldórs Grönvolds á heimasíðu sinni. Þar er hann sagður hafa verið einn virkasti meðlimur ráðgjafanefndar EFTA frá upphafi.

Hall­dór Grön­vold, aðstoðarfram­kvæmda­stjóri ASÍ, lést á Land­spít­al­an­um þann 18. nóv­em­ber sl. eft­ir stutt veik­indi, 66 ára að aldri.

Á heimasíðunni kemur fram að á skrifstofu EFTA og meðal ráðgjafanefndar EFTA verður hans minnst með hlýju og framlag hans til vinnu EFTA sagt verðmætt.  

Hann hóf störf sem meðlimur í nefndinni snemma árið 2000 og var formaður nefndarinnar þrisvar; frá 2002 til 2004, frá 2010 til 2012 og árið 2019 mest allra meðlima nefndarinnar. 

Þar segir einnig að Halldór hafi verið atorkusamur og óþreytandi talsmaður nefndarinnar og EFTA. 

„Á þeim næstum tuttugu árum sem hann starfaði með ráðgjafanefndinni, spilaði hann lykilhlutverk í að tala fyrir vinnumarkaðsmálum bæði innan EFTA og á Íslandi [...] Halldórs verðu minnst meðal samstarfsfólks í ráðgjafanefnd EFTA með aðdáun og virðingu og er nú þegar sárt saknað,“ segir á vef EFTA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert