Stal úr spilakassa

Lögreglunni var tilkynnt um þjófnað úr spilakassa í söluturni í Árbænum síðdegis í gær. Þar hafði maður skemmt spilakassa og stolið úr honum peningaboxinu. Málið er í rannsókn lögreglu en maðurinn sést í upptöku myndavélakerfis söluturnsins.

Skömmu fyrir miðnætti skemmdust hjólbarðar á bifreið sem ók á umferðarmerki eða vegstiku á Reykjanesbraut að því er segir í dagbók lögreglunnar höfuðborgarsvæðinu. Þar kemur fram að tvær aðrar bifreiðar lenda í svipuðu, það er hjólbarðar þeirra springa.

Lögreglan handtók ofurölvi mann við veitingahús í miðborginni síðdegis í gær en hann fór ekki að fyrirmælum lögreglu og var ákveðið að vista hann í fangageymslu lögreglu vegna ástands hans. 

Maður í ökunámi datt af bifhjóli í Hafnarfirðinum í gærkvöldi og er hann mögulega rifbeinsbrotinn. Hann var fluttur á bráðamóttöku með sjúkrabifreið. 

Lögreglan stöðvaði bifreið sem var ekið yfir gatnamót gegn rauðu ljósi í nótt. Ökumaðurinn viðurkenndi brot sitt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert