Auðvelda fólki að versla á netinu

Félagarnir í Dropp auðvelda fólki að nálgast vörur sínar.
Félagarnir í Dropp auðvelda fólki að nálgast vörur sínar. Ljósmynd/Davíð Tómas Tómasson

Íslendingar hafa tekið hraustlega við sér í verslun á netinu undanfarið misseri og fjölmörg fyrirtæki hafa slegið í klárinn í viðleitni sinni til að bjóða sem fjölbreyttastar tegundir heimsendinga.

Nokkrum mánuðum áður en allt fór á flug sátu þrír ungir menn og þróuðu lausn sem er nýmæli hér á landi. Félagarnir sem kenna sig við „Dropp“ eru nú á hápunkti hins nýja reksturs og höfðu milligöngu um 1.000 afhendingar í gær.

Í umfjöllun um þessa þjónustu í Morgunblaðinu í dag segir Hreinn Gústafsson, tæknistjóri fyrirtækisins, lausnina hannaða fyrir þá sem vilja versla á netinu og sækja vöruna sjálfir eftir eigin hentugleika. Bjóði smásalinn upp á þjónustuna, þá geti viðskiptavinurinn valið úr 11 afhendingarstöðum á höfuðborgarsvæðinu og þremur á landsbyggðinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert