8 staðir til fyrirmyndar

„Þetta eru tæpir tveir metrar,
„Þetta eru tæpir tveir metrar," sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á 94. upplýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og embættis landlæknis. Ljósmynd/Lögreglan

Lögreglumenn heimsóttu 14 veitingahús í miðborginni í gærkvöldi þar sem kannað var með ráðstafanir varðandi sóttvarnir og tveggja metra reglu. 

Samkvæmt dagbók lögreglunnar voru átta staðir til fyrirmyndar eða með sín mál í mjög góðu ástandi en fimm staðir þurfa að gera úrbætur og bæta skipulagið. „Fáir gestir voru inni á þessum stöðum þegar okkur bar að garði. Væru fleiri þar inni er óvíst hvort aðstæður gætu þá talist viðunandi. Starfsmönnum þessara staða voru veittar ráðleggingar um hvernig mætti gera betur.“

Einn staðurinn hafði ekki gert viðunandi ráðstafanir til að tryggja sóttvarnir og tveggja metra reglu.  Of margir voru inni á staðnum og lítið eða ekkert bil milli gesta. „Skrifuð verður skýrsla á brotið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert