Ævilöng svipting fyrir ítrekuð umferðarlagabrot

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Karlmaður hefur verið sviptur ökuréttindum ævilangt fyrir ítrekuð umferðarlagabrot. Þá hefur var hann dæmdur til að greiða 153.612 krónur í sakarkostnað og sæta 60 daga fangelsisvist, auk sektargreiðslu vegna brotanna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Maðurinn hafði þegar verið sviptur ökuréttindum tímabundið þegar þau brot sem dómurinn nær til hófust.

Í október 2018 var hann tekinn fyrir akstur án ökuréttinda á Snorrabraut í Reykjavík. Í febrúar 2019 var hann tekinn á ný í Hvalfjarðargöngum, aftur án ökuréttinda.

Þá var hann tekinn í þriðja sinn í júlí í fyrra á Reykjanesbraut, án ökuréttinda og í þokkabót undir áhrifum fíkniefnanna MDMA og THC (virka efnisins í kannabisi). Neitaði hann að hlýða fyrirmælum lögreglu um að stöðva akstur og reyndi að flýja lögreglu á allt að 160 km hraða, þar sem hámarkshraði er 80.

Dómurinn í heild sinni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert