Lægsta boð 20% umfram áætlun

Holan við Þjóðarbókhlöðuna.
Holan við Þjóðarbókhlöðuna. mbl.is/Árni Sæberg

Þrjú tilboð hafa borist en opnað var fyrir útboð vegna húss og lóðar fyrir Hús íslenskra fræða, Arngrímsgötu 5, Reykjavík, í gær. Fyrsta skóflustunga hússins var tekin í mars 2013 en verkið hefur verið í biðstöðu síðan það ár og stór hola minnir á óklárað verkið.

Hús ís­lenskra fræða mun hýsa fjöl­breytta starf­semi Stofn­un­ar Árna Magnús­son­ar í ís­lensk­um fræðum og ís­lensku- og menn­ing­ar­deild­ar Há­skóla Íslands.

Tilboð bárust frá Ístaki hf., Íslenskum aðalverktökum hf. og Eykt ehf. Öll tilboðin eru hærri en kostnaðaráætlun, sem er 3.753.850.000 krónur. Tilboð Ístaks er 4.519.842.188, en það er um 20% yfir áætlun, Íslenskra aðalverktaka 4.597.291.955 og Eyktar 5.096.909.801. Tilboðin eru í yfirferð hjá Framkvæmdasýslunni.

Katrín Jakobsdóttir tók fyrstu skóflustunguna í mars 2013.
Katrín Jakobsdóttir tók fyrstu skóflustunguna í mars 2013. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hið nýja hús verður á þrem­ur hæðum auk kjall­ara und­ir hluta þess. Op­inn bíla­kjall­ari verður sunn­an- og vest­an­meg­in við húsið. Bygg­ing­in er sporöskju­laga og er formið brotið upp með út­skot­um og inn­görðum. Að utan er bygg­ing­in klædd opn­um málm­hjúp. Bygg­ing­ar­magn of­anj­arðar verður um 5.038 fer­metr­ar og stærð bíla­kjall­ara um 2.230 fer­metr­ar.

Verk­inu skal vera að fullu lokið í fe­brú­ar 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert