Áforma 64 íbúðir í Brautarholti

Svona sjá arkitektar fyrir sér að byggingarnar muni líta út.
Svona sjá arkitektar fyrir sér að byggingarnar muni líta út. Teikning/Arkís

Fjárfestar hyggjast byggja 64 íbúðir í endurgerðum húsum í Brautarholti í Reykjavík. Annars vegar er um að ræða 22 íbúðir í Brautarholti 18 og hins vegar 42 íbúðir í Brautarholti 20. Íbúðirnar verða smáíbúðir.

Samkvæmt fasteignaskrá á félagið LL09 ehf. Brautarholt 18-20. Endanlegur eigandi þess er Gamma Novus. Miðað við söluverðmæti íbúða á svæðinu er verðmætið 1,5 til 2 milljarðar króna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Fram kom í kynningu arkitekta að Brautarholt 18 samanstendur af sambyggðum byggingum. Upprunalegur hönnuður er Hannes K. Davíðsson arkitekt. Fyrirhugaðar breytingar fela í sér að húsið er hækkað um eina hæð og ný 5. hæð byggð ofan á miðju þess.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert