Þurfa ekki að greiða löggæslukostnaðinn

Árgangaganga í Reykjanesbæ á Ljósanótt 2017.
Árgangaganga í Reykjanesbæ á Ljósanótt 2017. Ljósmynd/Víkurfréttir

Lagabreytingar verða ekki gerðar í sumar um greiðslu löggæslukostnaðar vegna bæjarhátíða og krafna um tækifærisleyfi vegna útihátíða.

Til stóð að fleiri aðilar en áður yrðu krafðir um greiðslu kostnaðar við löggæslu, en umræddir aðilar hafa hingað til verið undanþegnir kostnaðinum, t.d. bæjarhátíðir, íþróttaviðburðir, skóladansleikir og tjaldsamkomur.

Í greinargerð með frumvarpsdrögum segir að samfélagið hafi breyst á síðustu árum, rétt sé að endurmeta fyrirkomulagið núna og víkka út þá viðburði sem falli undir ákvæði sem gerir kröfu um tækifærisleyfi vegna viðburða. Deilt hefur verið um kostnað vegna bæjarhátíða í stjórnsýslunni. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert