Borgin hindrar ljós í Kjós

Leiðarinn í ljósleiðarakerfi Kjósverja er kominn til landsins og í …
Leiðarinn í ljósleiðarakerfi Kjósverja er kominn til landsins og í geymslu.

Kjósarhreppur fær ekki leyfi Reykjavíkurborgar til að fara um land hennar á Kjalarnesi til að tengja ljósleiðarakerfi sveitarfélagsins við ljósleiðara í næstu símstöð. Rör hafa verið lögð heim á alla bæi og í mörg sumarhús og ljósleiðaraefnið bíður í geymslu.

Á meðan forystumenn sveitarfélaganna deila þurfa íbúar og sumargestir í Kjósinni að bíða með lélegt eða ekkert netsamband og GSM-síma og lélegt sjónvarpsmerki.

Til þess að fá leyfi eigenda einkalands sem fara þarf yfir hefur Kjósarhreppur hug á því að bjóða þeim að tengjast netinu á sömu kjörum og íbúar Kjósarhrepps. Borgin vill hins vegar ekki kljúfa bæina frá við útboð á lagningu ljósleiðara í dreifbýli á landi Reykjavíkurborgar. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert