Yfirlýsing Sindra gerir honum ógagn

Lögrelan hefði verið til viðtals áður en Sindri sendi frá …
Lögrelan hefði verið til viðtals áður en Sindri sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Grunnkort/Map.is

„Það getur vel verið að hann hafi verið í sambandi við lögregluna en hann hefur ekki boðið neitt eða viljað upplýsa um eitt eða neitt. Þetta er bara enn einn fyrirslátturinn,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem strauk úr fangelsinu á Sogni aðfararnótt þriðjudags og komst með flugi til Svíþjóðar morguninn eftir, segist í samtali við RÚV hafa verið milliliður hans í samskiptum við lögregluna. 

„Það er ekkert skrýtið þó að verjandi hringi í lögregluna, en það hefur ekkert komið út úr því,“ segir Ólafur Helgi jafnframt. Hann segist þó ekki geta staðfest að verjandinn hafi verið samskiptum við lögreglu.

Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, segist hafa haft milligöngu …
Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, segist hafa haft milligöngu um samskipti hans við lögreglu.

Ólafur Helgi hafði áður fullyrt að engar samningaviðræður væru í gangi á milli lögreglunnar og Sindra og að þær stæðu ekki til. Þorgils segir það vissulega rétt, að engar eiginlegar samningaviðræður séu í gangi. „en aðilar eru að tala saman,“ segir hann í samtali við RÚV. Ólafur Helgi segir þetta alls ekki rétt. „Það er bara ekki rétt hjá honum. Það hefði verið hægt alveg fram til þessi bjánalega yfirlýsing kom. Þá hefði verið hægt að skoða það að vinna í málinu, en það er búið.“

Hann segir allar fullyrðingar í yfirlýsingu Sindra vera rangar, fyrir utan eina. „Hann segist ætla að gerast brotlegur og nota fölsuð skilríki. Það er hugsanlega rétt. Það er eina sem ég get ekki dregið í efa.“ Í yfirlýsingunni sem Sindri sendi Fréttablaðinu segist hann geta verið á flótta eins lengi og hann vill. Hann sé kominn í samband við hóp fólks sem gefi honum þak yfir höfuðið, farartæki og þess vegna fölsuð skilríki og pening til að lifa. Hann vilji hins vegar heldur takast á við málið heima á Íslandi og komi því fljótlega.

Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir ekki rétt að …
Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir ekki rétt að aðilar séu að tala saman. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert